DANIEL IMSLAND | DIMMS

Frá því ég var ungur hef ég alltaf haft áhuga á að teikna og skapa grafík.

Ég ólst upp á Höfn í Hornafirði fram að tvítugsaldri. Ég teiknaði mikið í hjáverkum meðan ég vann við önnur störf.

Næst lá leiðin til Reykjavíkur þar sem ég hélt áfram að fikta við grafík.

Ég fór meðal annars í Iðnskólann í Reykjavík á listnámsbraut. Stefnan var alltaf að námi loknu að fara í nám erlendis og læra illustration og animation en fann svo sjálfan mig algjörlega í grafískri hönnun.

Árið 2006 fór ég svo í nám í grafískri hönnun við IED í Mílanó. Eftir þrjú góð ár útskrifaðist ég um vorið 2009 og flyt í framhaldinu aftur til Íslands.

Þá hef ég störf sem sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður undir merkjum Dimms á mínum heimaslóðum á Höfn. Þar öðlaðist ég reynslu með mínum fyrstu viðskiptavinum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og bæst verulega í reynslubankann er varðar alhliða grafíska vinnslu. Mín verk hafa birst víða og hef ég fengist við hönnun fyrir söfn og sýningar, allt mögulegt prentefni ásamt stafrænni hönnun.

Árið 2012 tók ég þátt í að stofna fyrirtækið Hype. Þar starfa ég í dag sem Hönnunarstjóri ásamt þremur öðrum eðalmönnum.