DANIEL IMSLAND | DIMMS

Frá því ég var ungur hef ég alltaf haft áhuga á að teikna og skapa grafík.

Ég ólst upp á Höfn í Hornafirði fram að tvítugsaldri. Ég teiknaði mikið í hjáverkum meðan ég vann við önnur störf.

Árið 2006 fór ég svo í nám í grafískri hönnun við IED í Mílanó. Eftir þrjú góð ár útskrifaðist ég um vorið 2009 og flyt í framhaldinu aftur til Íslands.

Þá hef ég störf sem sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður undir merkjum Dimms.

Árið 2012 tók ég þátt í að stofna fyrirtækið Hype ehf sem byrjaði sem lítil vef- og auglýsingastofa. Hún þróaðist með tímanum og umbreyttist í aldeilis auglýsingastofu og þar starfa ég í dag sem hönnunarstjóri. Nánar um okkur aldeilis auglýsingastofa